Viðskipti innlent

Íslensku bankarnar eiga 90% af bankagjaldþrotum Evrópu

Íslensku bankarnir þrír standa á bakvið 90% af heildarumfangi bankagjaldþrota í Evrópu á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hjá matsfyrirtækinu Moody´s.

Moody´s segir að árið 2008 sé það annað versta í sögunni hvað gjaldþrot fyrirtækja varðar í Evrópu en heildarupphæðin í gjaldþrotunum nam 44 milljörðum evra eða hátt í 7.500 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að árið 2007 var heildarupphæðin 672 milljónir evra.

Reuters fjallar um skýrslu Moody´s en þar kemur fram að alls urðu 10 bankar í Evrópu gjaldþrota árið 2008. „Gjaldþrot bankanna námu um 38 milljörðum evra í lánum og bréfum þar sem íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, eiga næstum 90% af heildinni," segir Kusum Parwani greinandi hjá Moody´s sem er höfundur skýrslunnar.

Gjaldþrotaeinkunnir Moody´s, það er flokkur D, jukust um 2% á árinu 2008. Moody´s reiknar með að þetta hlutfall aukist í rúmlega 21% á þessu ári og verði þar með verra en niðursveiflan á árunum 2001 til 2003.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×