Klósettstríð heldur íbúð í gíslingu 7. maí 2009 21:11 Bergþórugata 51 „Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. Í kjölfarið bauðst Leó til þess að kaupa rýmið af húsfélaginu en því var hafnað að hans sögn. Að lokum fékk hann nóg og ákvað að kæra málið til Kærunefndar fjöleignarhúsamála. Þar var úrskurðað honum í hag. Sá úrskurður var fengin í október 2008. Núna, rúmu hálfu ári síðar, er aðstaðan enn óviðunandi að sögn Leós. „Málið er að ég hlýt að íhuga mína réttarstöðu vegna málsins. Það er alveg ljóst að ég hef tapað um milljón króna og jafnvel meira, hvort sem það er reiknað í leigu eða vöxtum eða annað," segir Leó sem vill eingöngu að klósettið verði gert upp. Hann segist hissa á því að hann hafi ekki fengið að kaupa klósett rýmið enda er það í kjallaranum og nýtist engum öðrum en þessari íbúð.Aftur á móti er íbúðin óíbúðarhæf á meðan klósettið er ónothæft. „Þetta klósettstríð heldur íbúðinni í gíslingu," segir Leó ósáttur. Spurður hvar sonur hans sé, segir Leó að það hafi verið fundin önnur úrræði fyrir hann. Málið sé engu að síður bagalegt, og hann segir að íbúðin falli mikið í verði ef engar úrbætur verða gerðar. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. Í kjölfarið bauðst Leó til þess að kaupa rýmið af húsfélaginu en því var hafnað að hans sögn. Að lokum fékk hann nóg og ákvað að kæra málið til Kærunefndar fjöleignarhúsamála. Þar var úrskurðað honum í hag. Sá úrskurður var fengin í október 2008. Núna, rúmu hálfu ári síðar, er aðstaðan enn óviðunandi að sögn Leós. „Málið er að ég hlýt að íhuga mína réttarstöðu vegna málsins. Það er alveg ljóst að ég hef tapað um milljón króna og jafnvel meira, hvort sem það er reiknað í leigu eða vöxtum eða annað," segir Leó sem vill eingöngu að klósettið verði gert upp. Hann segist hissa á því að hann hafi ekki fengið að kaupa klósett rýmið enda er það í kjallaranum og nýtist engum öðrum en þessari íbúð.Aftur á móti er íbúðin óíbúðarhæf á meðan klósettið er ónothæft. „Þetta klósettstríð heldur íbúðinni í gíslingu," segir Leó ósáttur. Spurður hvar sonur hans sé, segir Leó að það hafi verið fundin önnur úrræði fyrir hann. Málið sé engu að síður bagalegt, og hann segir að íbúðin falli mikið í verði ef engar úrbætur verða gerðar.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira