Erlent

Dóttir Söru Palin predikar skírlíf

Sara Palin klúðraði forsetakosningunum síðast, núna hefur dóttir hennar tekið siðferðislega afstöðu í kynlífi.
Sara Palin klúðraði forsetakosningunum síðast, núna hefur dóttir hennar tekið siðferðislega afstöðu í kynlífi.

Bristol Palin, nítján ára gömul dóttir Söru Palin, sem bauð sig fram sem varaforsetaefni Bandaríkjanna fyrir Repúblikana, er nú farinn að boða skírlíf.

Dóttir ríkissstjórans í Alaska eignaðist barn á síðasta ári en það þótti heldur vandræðalegt fyrir Söru Palin, enda í miðju framboði þegar fregnirnar urðu opinberar. Repúblikanar eru heldur íhaldsamari en Demókratarnir og því þótti ólétta Bristol neyðarleg fyrir frambjóðandann litskrúðuga.

Í viðtali á Fox News sjónvarpsstöðinni segir Bristol að það sé raunhæft fyrir ungmenni að vera skírlíf. Það sé í raun öruggasta leiðin til þess að eignast ekki börn. Ástæðan fyrir því að Bristol boði skírlíf nú, er að barnsfaðir hennar, Levi Johnston, sagði í viðtali CBS að það væri ekki raunhæft að segja ungmennum að vera skírlíf - það þyrfti að upplýsa þau um getnaðarvarnir.

Slíkt hefur þótt mikið tabú af hálfu Repúblikana og því var Fox news ekki lengi að fá Bristol til þess að boða skírlífið í beinni.

Bristol segist þó vita upp á sig sökina, unga mamman viðurkennir að hún sjái talsvert eftir því að hafa verið svona ung þegar hún varð ólétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×