Innlent

Bindisskylda þingmanna afnumin

Þeir þingmenn sem það kjósa geta nú skilið bindið eftir heima.
Þeir þingmenn sem það kjósa geta nú skilið bindið eftir heima.

Þær markverðu breytingar hafa verið gerðar á reglum um klæðaburð þingmanna að þingmönnum er ekki skylt að ganga með hálstau. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis tilkynnti nýjum þingmönnum þetta á nýliðanámskeiði sem nú stendur yfir í þingsal.

Áður hefur verið deilt um þessa reglu en Hlynur Hallsson, fyrrverandi varaþingmaður VG, lenti í rimmu við þáverandi forseta Alþingis, Halldór Blöndal fyrir nokkrum árum sem lét Hlyn sækja bindi þegar hann mætti án þess í pontu. Reglan um bindisskyldu mun reyndar hafa verið óskrifuð og komst áðurnefndur Hlynur meðal annars upp með að halda bindislausa ræðu í forsetatíð Sólveigar Pétursdóttur.


Tengdar fréttir

Fyrsti „skóladagur“ nýrra þingmanna

Tuttugu og sjö þingmenn taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn næstkomandi föstudag þegar þing kemur saman. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis tók nýliðina í kennslustund í dag og verða þeir á námskeiði hjá Helga, sem þekkir þingstörfin eins og handarbakið á sér, í allan dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×