Innlent

Vandræðaástand í sjávarþorpum

Vandræðaástand er að skapast í sjávarþorpum víða um land þar sem markaður með leigukvóta er hruninn. Það leiðir af sér að bátar geta ekki róið þótt þeir eigi til dæmis nægan kvóta af ýsu og steinbít, en ekki þorski. Þorskur veiðist alltaf með öðrum tegundum og hafa menn þá brugðið á það ráð að leigja til sín þorskkvóta til að mæta því, en nú er það ekki hægt. Smábátasjómenn segja að óvissa vegna fyrningarleiðarinnar sé aðalástæðan og svo verði byggðakvóta líklega ekki úthlutað í ár, ef svonefndar strandveiðar verða leyfðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×