Erlent

Hvar er allt fólkið?

Óli Tynes skrifar
Mynd/AP

Einmana hundur röltir um götur hérðshöfuðborgarinnar Buner í Pakistan. Íbúarnir hafa flúið átökin sem þar geisa milli stjórnarhersins og talibana.

Pakistanska herstjórnin áætlar að 1,3 milljónir manna hafi flúið frá héruðum í norðvesturhluta landsins síðan í ágúst þegar talibanar hreiðruðu þar um sig.

Ríkisstjórn Pakistans reyndi að friðþægja talibana með því að eftirláta þeim heilu héruðin.

Talibanar notuðu hinsvegar þau héruð sem stökkpall fyrir vopnaðar innrásir í nágrannahéruðin.

Loks var stjórnvöldum nóg boðið og þau hafa nú sent mikið herlið til þess að taka völdin aftur af talibönum.

Það hefur meðal annars haft í för með sér stórfelldan flótta fólks sem vill ekki verða á milli hinna stríðandi fylkinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×