Innlent

Fullyrðir að Árborg stefni í gjaldþrot

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins verri en meirihlutinn í bæjarstjórn gerði sér grein fyrir í lok síðasta árs. Að óbreyttu stefni í að Árborg verði gjaldþrota innan tveggja ára. Þetta kemur á fréttavefnum Sunnlendingur.is

Halli varð af rekstri Árborgar upp á tæpan 1,4 milljarð króna á síðasta ári.

„Staðan er verri en sagt hefur verið því meirihlutinn hefur ítrekað fullyrt að reksturinn gangi vel. Tap upp á 73 milljónir er fyrir fjármagnsliði og því ekkert eftir í fjárfestingar, afborganir og ekki einu sinni upp í vaxtagreiðslur," segir Eyþór.

Að óbreyttu stefni í gjaldþrot, segir Eyþór. „Ef ekkert er að gert verður Árborg gjaldþrota á næstu 24 mánuðum."

Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri grænir halda um stjórnartaumana í Árborg en Sjálfstæðisflokkur er í minnihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×