Erlent

Þróunarsamvinna í japönskum fangelsum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá japönsku fangelsi.
Frá japönsku fangelsi.

Fangar í japönsku fangelsi hafa tekið upp þróunarsamvinnu við fátæk ríki með nýstárlegum hætti.

Í Shimane Asahi-fangelsinu í japönsku borginni Hamada eru 540 fangar sem nú hafa heldur betur fengið tækifæri til að láta gott af sér leiða. Í samvinnu við góðgerðarstofnun nokkra hafa fangarnir nú tekið að sér að gera upp reiðhjól sem skilin hafa verið eftir hingað og þangað um landið en hjólin eru svo send ýmsum þróunarríkjum þar sem þau nýtast nýjum eigendum.

Burma og Ghana eru meðal þeirra landa sem fangahjólin hafa verið send til og óhætt er að segja að verkefnið komi öllum til góða þar sem fangarnir geta fengið hjólaviðgerðirnar metnar sem samfélagsþjónustu og þar með í sumum tilvikum stytt dvöl sína innan múranna um nokkra mánuði.

Asahi-fangelsið er ekki það eina sem býður föngum sínum upp á krefjandi þjóðþrifaverkefni. Í öðru fangelsi gefst föngunum kostur á að ala upp hvolpa sem seinna eru þjálfaðir upp sem blindrahundar og hópur fanga þar starfar við að færa ýmis bókmenntaverk yfir á blindraletur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×