Innlent

Fé finnst í landi Kaupþingsmanna

Mynd úr safni
Mynd úr safni MYND/Vilhelm

Síðastliðinn mánudag heimtust kindur frá bænum Álftártungu á Mýrum sem ekki hafa komið á hús síðan vorið 2005 þegar fær voru lömb. Það þykir teljast til undantekninga að kindur komi ekki í hús svo lengi. Fréttamiðillinn Skessuhorn segir frá málinu í dag en þar segir að líta beri á að kindurnar héldu sig til á jörð sem eignamenn úr Reykjavík eiga og þar sé sjaldan smalað og nánast enginn umgangur.

Kindurnar höfðu haldið til í landi Hvítsstaða í nágrenni Urriðaár en jörðin er í eigu manna sem tengdust Kaupþingi og má þar nefna Hreiðar Már Sigurðsson fyrrum forstjóra Kaupþings.

Í frétt Skessuhorns segir að kindurnar hafi greinilega haldið til saman en án hrúts og hafa því væntanlega ekki borið lömbum öll þessi ár. Þá segir að þetta hafi því ekki verið sérlega arðbær geymsla á fé í vörslu Kaupþings síðast liðin ár.

Kindurnar eru afar styggar og höfðu ekki fengist til að éta fyrsta sólarhringinn eftir að þær voru settar á hús. Þær eru í mörgum reifum en mjög vel á sig komnar.

www.skessuhorn.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×