Innlent

Innbrotsþjófurinn stal Audi Q7 á meðan fjölskyldan svaf

Breki Logason skrifar
Sigurður Freyr Árnason íbúi í Hafnarfirði fór að sofa klukkan eitt í nótt í einbýlishúsi sínu við Vesturvang í Hafnarfirði. Eiginkona hans vaknað klukkan hálf sex í morgun og uppgötvað þá að það hefði verið brotist inn á heimili þeirra hjóna. Þjófurinn hafði tekið fartölvu, myndavél og veski auk þess sem hússlyklarnir og bíllyklarnir voru horfnir. Fljótlega uppgötvaði Sigurður að Audi Q7 bifreið fjölskyldunnar var horfin og vill hann auglýsa eftir bílnum sem hefur fastanúmerið KM E00.

„Ég er nú bara að ná mér ennþá," segir Sigurður í samtali við Vísi.

„Þjófurinn virðist hafa farið inn í herbergi hjá börnunum. Við vorum bara sofandi uppi í rúmi og urðum ekki vör við neitt," segir hann en þau hjónin eiga þrjú börn.

Sigurður segir aldrei neitt þessu líkt gerast í götunni en þó hafi verið brotist inn í einn af fjórum bílum hans þegar hann var erlendis og GPS-tæki tekið úr bílnum fyrir skömmu.

Bíllinn sem var tekinn í morgun er nýr svartur Audi Q7 sem er sérinnfluttur frá Heklu og hefur 4,2 lítra díselvél og fastanúmerið KM E00 eins og fyrr segir.

Sigurður biður fólk í umferðinni að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 ef það telur sig hafa upplýsingar um bílinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×