Viðskipti innlent

Hannes Smárason selur íbúðina í London

Helga Arnardóttir. skrifar

Íbúð Hannesar Smárasonar í Lundúnum er til sölu fyrir um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Íbúðin er skráð á eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9 ehf. sem er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Íbúðin er í Chelsea, einu dýrasta hverfi borgarinnar.

Íbúð Hannesar var sett a sölu um mánaðarmótin apríl maí og er skráð hjá fasteignasölunni Knight Frank sem er skammt fra Pont Street. Samkvæmt eignaskrá í Bretlandi er íbúðin skráð á eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9 ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er meðal annars með til rannsóknar.

Rannsóknin beinist að meintum skattalagabrotum eignarhaldsfélagsins og nokkurra annarra félaga í eigu Hannesar.

Íbúðin er i einu af dýrustu hverfum Lundúnaborgar. Hún er á þremur hæðum og rúmlega 260 fermetrar. Söluverð hennar er sjö og hálf milljón punda sem er um einn og hálfur milljarður íslenskra króna. Íbúðin er vegleg að sjá, með þremur svefnherbergjum á þriðju hæðinni sem öll eru med sérbaðherbergjum. Á annarri hæðinni er svo stór stofa eldhús og anddyri.

Ekki er vitað af hverju Hannes hefur ákveðið ad setja íbúðina á sölu eða hvort hann hyggist festa kaup a annarri fasteign i borginni. Fasteignasalinn sem hefur umsjón með sölu íbúðarinnar vildi ekki tjá sig við fréttastofu þegar leitað var eftir því í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×