Útrásin var stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. júní 2009 12:04 Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld - jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag. Viðskiptavefur Berlingske birtir í dag yfirlitsgrein um íslensku útrásarvíkingana undir fyrirsögninni Milljarðar fjármálavíkinganna eltir uppi. Blaðið rifjar upp hvernig íslenska viðskiptamódelið og stórfjárfestar landsins voru hylltir af forsetanum fyrir fáum árum - í dag jafni nýi viðskiptaráðherrann módelinu við fjármálahneykslið Enron. Blaðið spyr hvað ráðgjafafyrirtækið Kroll - sem sérhæfir sig í fjármálabrotum - sé að gera á Íslandi, sama rannsóknarfyrirtæki og fann vel falda fjársjóði einræðisherra á borð við Saddam Hussein og og Imeldu Marcos. Jú, eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum, er Kroll hér til að rannsaka óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins - og endurheimta síðan peningana. Blaðið rifjar einnig upp gagnrýna umfjöllun um útþenslu bankanna og grun um markaðsmisnotkun ýmiskonar. Farið er yfir kaup Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar á Sterling og tengslin milli stærstu bankanna og stærstu fjárfestingafélaganna - sem megi líkja við sifjaspell. Þá segir blaðið ljóst að það hafi ekki bara verið galin áhættusækni fjárfesta og útlánaþensla bankanna sem hafi valdið íslenska efnahagshruninu. Þvert á móti séu vísbendingar um að lítil klíka sem ráðið hafi ríkjum í íslensku viðskiptalífi hafi vitandi vits farið glannalega með lífeyrissjóði landsmanna, bankana og hlutafélög á markaði - á meðan þeir sjálfir hafa safnað auði.Hægt er að lesa umfjöllun Berlingske Tidende hér. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íslenska útrásin er stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld - jafnvel þótt ekki nema 10% af þeim þeim ásökunum sem nú liggja í loftinu haldi vatni, fullyrðir danska stórblaðið Berlingske Tidende í dag. Viðskiptavefur Berlingske birtir í dag yfirlitsgrein um íslensku útrásarvíkingana undir fyrirsögninni Milljarðar fjármálavíkinganna eltir uppi. Blaðið rifjar upp hvernig íslenska viðskiptamódelið og stórfjárfestar landsins voru hylltir af forsetanum fyrir fáum árum - í dag jafni nýi viðskiptaráðherrann módelinu við fjármálahneykslið Enron. Blaðið spyr hvað ráðgjafafyrirtækið Kroll - sem sérhæfir sig í fjármálabrotum - sé að gera á Íslandi, sama rannsóknarfyrirtæki og fann vel falda fjársjóði einræðisherra á borð við Saddam Hussein og og Imeldu Marcos. Jú, eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum, er Kroll hér til að rannsaka óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins - og endurheimta síðan peningana. Blaðið rifjar einnig upp gagnrýna umfjöllun um útþenslu bankanna og grun um markaðsmisnotkun ýmiskonar. Farið er yfir kaup Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar á Sterling og tengslin milli stærstu bankanna og stærstu fjárfestingafélaganna - sem megi líkja við sifjaspell. Þá segir blaðið ljóst að það hafi ekki bara verið galin áhættusækni fjárfesta og útlánaþensla bankanna sem hafi valdið íslenska efnahagshruninu. Þvert á móti séu vísbendingar um að lítil klíka sem ráðið hafi ríkjum í íslensku viðskiptalífi hafi vitandi vits farið glannalega með lífeyrissjóði landsmanna, bankana og hlutafélög á markaði - á meðan þeir sjálfir hafa safnað auði.Hægt er að lesa umfjöllun Berlingske Tidende hér.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira