Innlent

Vodafone lokar aðgangi á eineltissíðu

Vodafone lokaði aðgangi að síðu. Það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert.
Vodafone lokaði aðgangi að síðu. Það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert.

Vodafone hefur lokað fyrir aðgang að vefsíðunni ringulreid.org og er það í fyrsta sinn sem fyrirtækið grípur til slíkra aðgerða samkvæmt tilkynningu frá Vodafone. Þar segir jafnframt að á vefsíðunni fari fram gróft rafrænt einelti og margar kærur hafa borist til lögreglu vegna myndbirtinga og ærumeiðandi ummæla á síðunni.

Lögreglu hefur þó ekki tekist að hafa upp á ábyrgðarmönnum síðunnar, sem vistuð er erlendis þótt efni hennar sé íslenskt.

Ákvörðun Vodafone er tekin eftir að Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Barnaverndarstofa, samtökin Barnaheill, Heimili og skóli, SAFT, Lýðheilsustöð, umboðsmaður barna og Stígamót skoruðu á öll netþjónustufyrirtæki að loka fyrir aðgang að síðunni.

Vodafone hefur látið kanna lögmæti þess að loka fyrir aðganginn og niðurstaðan er sú, að fyrirtækinu sé heimilt að grípa til lokunar.

Í tilkynningu segir að rétt sé að taka fram, að hér sé um einstakt og afmarkað dæmi að ræða, og ákvörðunin um lokun er á ábyrgð Vodafone en ekki ofangreindra aðila.

Þá kemur fram í tilkynningu frá Tali að fyrirtækið hafi lokað á umrædda síðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×