Stendur ekki til að loka Þjóðleikhúsinu 13. júní 2009 15:47 Tinna Gunnlaugsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna. Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir ekki standa til að loka Þjóðleikhúsinu enda sé engin þörf á því. Viðgerðum á húsinu sé lokið og leikhúsið skarti sínu fegursta sem leikhús. Hún segir húsið virka fullkomlega þó til standi að byggja við og tæknivæða leikhúsið enn frekar. Tinna segir miklar viðgerðir hafa staðið yfir undanfarin ár en í þær hafi verið ráðist eftir skýrslu sem var unnin um ástand hússins. Fréttablaðið birtir frétt í morgun þar sem vitnað er í umrædda skýrslu. Það eru sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft sem skiluðu skýrslunni í ágúst árið 2006. Skýrsluhöfundar segja ástandið svo slæmt að loka þyrfti leikhúsinu í tvö ár til þess að ráðast í milljarðaendurbætur. Í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nánast allt sem við kemur ástandi og aðbúnaði leikhússins. Meðal annars kemur fram að leikhúsið uppfylli ekki alþjóðlega öryggisstaðla, brunavarnir séu hreinlega ekki til staðar og að vinnuaðstaðan þverbrjóti gegn lögum um vinnuvernd. Þetta sé vegna þess að þeir staðlar sem fylgt var þegar húsið var byggt árið 1950 séu löngu orðnir úreltir. Tinna segir skýrsluna vera frá árinu 2005 en henni hafi verið skilað í skýrsluformi árið 2006. „Eins og þjóðin veit þá hafa staðið yfir viðamiklar viðgerðir á nákvæmlega þeim atriðum sem getið er um undanfarið. Má þar nefna múrvinnu, viðgerð á burðarvirki, leka í gluggum auk víðtækra aðgerða um öryggis- og brunamál auk bættara aðgengis fyrir hreyfihamlaða," segir Tinna. Hún segir þó að Þjóðleikhúsið hafi sætt vanrækslu í áratugi. Þegar hún hafi tekið við sem leikhússtjóri hafi ástandið verið slæmt vegna leka og ástand ytra byrðis hafi verið slæmt auk þess sem vinnuaðstæður hafi verið taldar hættulegar. Samstaða hafi þó náðst í ríkisstjórn um fjármagn til þess að kippa þessu í liðinn. Þeim viðgerðarfasa sé nú lokið. „Hinsvegar er enn eftir að endurbæta alla tækni í húsinu og viðbygging til austurs er enn eftir. Það myndi breyta allri aðstöðu í húsinu því þá myndi bætast við hliðarsvið og geymslur sem sárvantar. Ég hef lagt mig fram við að koma því máli á einhverskonar verkefnaskrá þó ég viti og skilji vel að nú þurfi að velja vel þær framkvæmdir sem farið er í. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem er svo brýnt að ekki sé hægt að starfa við þær aðstæður sem nú eru," segir Tinna.
Tengdar fréttir Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Loka þarf Þjóðleikhúsinu í tvö leikár Ástand Þjóðleikhússins er svo slæmt að það þyrfti að loka því í tvö ár til að ráðast í nauðsynlegar milljarðaendurbætur. Þá er brýnt að byggja við húsið eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Þetta kemur fram í skýrslu sem sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Gerling+Arendt Planungsgesellschaft skilaði um málið í ágúst 2006. 13. júní 2009 06:00