Viðskipti innlent

Sigurjón lánaði sjálfum sér 40 milljónir

40 milljóna króna lán Sigurjóns Árnasonar til Sigurjóns Árnasonar hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið sem eldur í sinu um netið í dag.

Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið víða um vefinn síðustu daga. Margir túlkuðu upplýsingar sem þarna koma fram á þann veg að skuldarinn Sigurjón Árnason sé að fá 40 milljónir króna að láni frá Nýja Landsbankanum korteri eftir bankahrun.

Málið er hins vegar aðeins flóknara.

Fjárvörslureikningur þrjú er nefnilega ekki Landsbankinnn, heldur Sigurjón Árnason sjálfur. Nánar tiltekið lífeyrisjóður í hans eigu. Það segir alla vega lögmaður hans Sigurður G. Guðjónsson. Sigurjón Árnason er því að lána Sigurjóni Árnasyni 40 milljónir króna.

En af hverju?

Kunnáttumenn úr bankageiranum sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu aldrei séð fjármálagjörning af þessu tagi fyrr. En bentu á mögulega kosti. Greiðslur í viðbótarlífeyfirssparnað er til að mynda ekki skattskyldar. Þá eru lífeyrissjóðsreikningar af þessu tagi ekki aðfarahæfir og peningar sem þar geymdir því ósnertanlegir.

Ekki náðist í Sigurjón Árnason til að spyrja hann út í málið í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×