Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. júní 2009 18:45 Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu." Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu."
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira