Starfsmenn Kaupþings lausir undan persónulegum ábyrgðum Andri Ólafsson skrifar 14. júní 2009 18:04 Lagaheimildir skortir til að snúa við ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans fyrir lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Fréttir af því að stjórn gamla Kauþings hefði aflétt persónulegum ábyrgðum á skuldum lykilstarfsmanna við bankann rétt fyrir hrun ollu miklu fjaðrafoki en alls voru þetta lán fyrir um 50 milljarða króna. Lánin voru fyrir kaupum í hlutabréfum í bankanum en Hreiðar Már Sigurðsson fékk til að mynda lán upp á þrjá og hálfan milljarð króna með einni afborgun árið 2011. Ákvörðun stjórnarinnar var kærð en rannsókn málsins hefur tafist vegna einhverskonar mistaka ríkissaksóknara eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga. En þegar málið stóð sem hæst skömmu eftir hrun lýstu lykilstarfsmennirnir sjálfir þvi yfir að þeir vildu að ákvörðun um niðurfellingu perósnulegra ábrygða yrði tekin til baka. Það hefur nú verið til skoðunar hjá Nýja Kaupþingi í töluverðan tíma. Finnur Sveinbjörnnson bankastjóri sagði svo við fréttastofu nú í dag að svo virðist sem núverandi stjórn skorti lagaheimildir til að snúa þessari ákvörðun fyrrverandi stjórnar við. Hin umdeilda ákvörðun virðist því óafturkræf Þetta þurfa þó ekki að vera nein gleðitíðindi fyrir hinn útvalda hóp lykilstarsmanna sem fékk milljarða lán á sérkjörum. Því samkvæmt skattalögum þarf þessi hópur að öllum líkindum að greiða eina 18 milljaðaða rí skatt verði lánin niðurfelld. Þetta skýrist að því að samkvæmt skattalögum þarf að telja niðurfelld lán fram sem tekjur nema þær stafi af nauðarsamningum eða gjaldþroti. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lagaheimildir skortir til að snúa við ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans fyrir lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Fréttir af því að stjórn gamla Kauþings hefði aflétt persónulegum ábyrgðum á skuldum lykilstarfsmanna við bankann rétt fyrir hrun ollu miklu fjaðrafoki en alls voru þetta lán fyrir um 50 milljarða króna. Lánin voru fyrir kaupum í hlutabréfum í bankanum en Hreiðar Már Sigurðsson fékk til að mynda lán upp á þrjá og hálfan milljarð króna með einni afborgun árið 2011. Ákvörðun stjórnarinnar var kærð en rannsókn málsins hefur tafist vegna einhverskonar mistaka ríkissaksóknara eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga. En þegar málið stóð sem hæst skömmu eftir hrun lýstu lykilstarfsmennirnir sjálfir þvi yfir að þeir vildu að ákvörðun um niðurfellingu perósnulegra ábrygða yrði tekin til baka. Það hefur nú verið til skoðunar hjá Nýja Kaupþingi í töluverðan tíma. Finnur Sveinbjörnnson bankastjóri sagði svo við fréttastofu nú í dag að svo virðist sem núverandi stjórn skorti lagaheimildir til að snúa þessari ákvörðun fyrrverandi stjórnar við. Hin umdeilda ákvörðun virðist því óafturkræf Þetta þurfa þó ekki að vera nein gleðitíðindi fyrir hinn útvalda hóp lykilstarsmanna sem fékk milljarða lán á sérkjörum. Því samkvæmt skattalögum þarf þessi hópur að öllum líkindum að greiða eina 18 milljaðaða rí skatt verði lánin niðurfelld. Þetta skýrist að því að samkvæmt skattalögum þarf að telja niðurfelld lán fram sem tekjur nema þær stafi af nauðarsamningum eða gjaldþroti.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira