Viðskipti innlent

Starfsmenn Kaupþings lausir undan persónulegum ábyrgðum

Andri Ólafsson skrifar
Lagaheimildir skortir til að snúa við ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans fyrir lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa.

Fréttir af því að stjórn gamla Kauþings hefði aflétt persónulegum ábyrgðum á skuldum lykilstarfsmanna við bankann rétt fyrir hrun ollu miklu fjaðrafoki en alls voru þetta lán fyrir um 50 milljarða króna. Lánin voru fyrir kaupum í hlutabréfum í bankanum en Hreiðar Már Sigurðsson fékk til að mynda lán upp á þrjá og hálfan milljarð króna með einni afborgun árið 2011.

Ákvörðun stjórnarinnar var kærð en rannsókn málsins hefur tafist vegna einhverskonar mistaka ríkissaksóknara eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga.

En þegar málið stóð sem hæst skömmu eftir hrun lýstu lykilstarfsmennirnir sjálfir þvi yfir að þeir vildu að ákvörðun um niðurfellingu perósnulegra ábrygða yrði tekin til baka.

Það hefur nú verið til skoðunar hjá Nýja Kaupþingi í töluverðan tíma. Finnur Sveinbjörnnson bankastjóri sagði svo við fréttastofu nú í dag að svo virðist sem núverandi stjórn skorti lagaheimildir til að snúa þessari ákvörðun fyrrverandi stjórnar við. Hin umdeilda ákvörðun virðist því óafturkræf

Þetta þurfa þó ekki að vera nein gleðitíðindi fyrir hinn útvalda hóp lykilstarsmanna sem fékk milljarða lán á sérkjörum. Því samkvæmt skattalögum þarf þessi hópur að öllum líkindum að greiða eina 18 milljaðaða rí skatt verði lánin niðurfelld.

Þetta skýrist að því að samkvæmt skattalögum þarf að telja niðurfelld lán fram sem tekjur nema þær stafi af nauðarsamningum eða gjaldþroti.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×