Ekki hægt að ganga á aðrar eignir en Landsbankans 17. júní 2009 21:38 Ekki er hægt að ganga að eignum íslenska ríkisins ef stjórnvöld geta ekki staðið við Icesave skuldbindingarnar, eins og fullyrt var í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þar sem ríki eru ekki aðfararhæf í málum sem þessum. Þetta segir áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar sem þekkir Icesave samningana. Hins vegar séu eignir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi settar að veði í samnignunum og Bretar og Hollendingar gætu því gengið að þeim ef brot yrði á ákvæðum samkomulagsins. Fyrrgreindar heimildir fréttastofunnar herma ennfremur að algerlega sé út í hött að hægt yrði að ganga á eignir íslenska ríkisins hér á landi og inneignir, eins og hluta gjaldeyrisvaraforða sem ávaxtaður væri í Hollandi og Bretlandi. Þær eignir væru ekki aðfararhæfar. Þá væri ekkert óeðlilegt að gert væri ráð fyrir að ágreiningur um samkomulagið yrði leystur fyrir breskum dómstólum. Hvað Breta varðaði þá væru þeir heimaríki samningsins þar sem þeir væru lánveitandi, og önnur lönd kysu oft að ágreiningur þeirra færi fyrir breska dómstóla, sem væru með þeim þróuðustu varðandi ágreining í samningum milli ríkja. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru ákvæði um breytingar á vöxtum standi Íslendingar ekki við samkomulagið. En vextir á lánum Breta og Hollendinga með álagi eru 5,5 prósent. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir því við Breta og Hollendinga að Icesave samkomulagið verði gert opinbert. Bretar munu ekki vera eftirgefanlegir með þetta en geta vel sætt sig við að þingmenn fái að sjá samkomulagið, enda munu þeir greiða atkvæði um málið á Alþingi og heimildir fréttastofunnar herma að allar líkur séu á að það verði gert. Tengdar fréttir Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins Leysa skal úr úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samningsins fyrir breskum dómstólum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur undir höndum eintak af Icesave samkomulaginu milli Íslendinga og Hollendinga. 17. júní 2009 19:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki er hægt að ganga að eignum íslenska ríkisins ef stjórnvöld geta ekki staðið við Icesave skuldbindingarnar, eins og fullyrt var í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þar sem ríki eru ekki aðfararhæf í málum sem þessum. Þetta segir áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar sem þekkir Icesave samningana. Hins vegar séu eignir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi settar að veði í samnignunum og Bretar og Hollendingar gætu því gengið að þeim ef brot yrði á ákvæðum samkomulagsins. Fyrrgreindar heimildir fréttastofunnar herma ennfremur að algerlega sé út í hött að hægt yrði að ganga á eignir íslenska ríkisins hér á landi og inneignir, eins og hluta gjaldeyrisvaraforða sem ávaxtaður væri í Hollandi og Bretlandi. Þær eignir væru ekki aðfararhæfar. Þá væri ekkert óeðlilegt að gert væri ráð fyrir að ágreiningur um samkomulagið yrði leystur fyrir breskum dómstólum. Hvað Breta varðaði þá væru þeir heimaríki samningsins þar sem þeir væru lánveitandi, og önnur lönd kysu oft að ágreiningur þeirra færi fyrir breska dómstóla, sem væru með þeim þróuðustu varðandi ágreining í samningum milli ríkja. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru ákvæði um breytingar á vöxtum standi Íslendingar ekki við samkomulagið. En vextir á lánum Breta og Hollendinga með álagi eru 5,5 prósent. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir því við Breta og Hollendinga að Icesave samkomulagið verði gert opinbert. Bretar munu ekki vera eftirgefanlegir með þetta en geta vel sætt sig við að þingmenn fái að sjá samkomulagið, enda munu þeir greiða atkvæði um málið á Alþingi og heimildir fréttastofunnar herma að allar líkur séu á að það verði gert.
Tengdar fréttir Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins Leysa skal úr úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samningsins fyrir breskum dómstólum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur undir höndum eintak af Icesave samkomulaginu milli Íslendinga og Hollendinga. 17. júní 2009 19:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins Leysa skal úr úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samningsins fyrir breskum dómstólum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur undir höndum eintak af Icesave samkomulaginu milli Íslendinga og Hollendinga. 17. júní 2009 19:05