Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 19. júní 2009 11:10 „Hann er ekki hetja í mínum augum," segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. Borguðu tíu milljónir fyrir teikningarnar einar Aðgerðir Björns þann 17. júní hafa vakið upp mismunandi viðbrögð í umræðunni. Fjöldi fólks hefur þó lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir og sumir jafnvel kallað hann hetju. Hetjustimpillinn er eitthvað sem þeim Viðari og Barböru finnst ekki hæfa Birni miðað kynni þeirra af manninum. Hjónin sem búa í Miðhúsum í Kollafirði ásamt þremur börnum ætluðu að kaupa hús af Birni í gegnum fyrirtækið Sunhouse ehf. Þau borguðu staðfestingargjald árið 2006 upp á 2,7 milljónir. Árið 2007 borguðu þau svo gott sem restina af húsinu eða 7,2 milljónir til viðbótar. Húsið sjálft áttu þau svo að fá afhent síðasta sumar en þá voru þau búin að steypa grunn fyrir húsið. Einhver dráttur varð þó á því að þau fengju einingarnar. Þær skýringar sem þau fengu hjá Birni voru þær að mikill biðlisti væri í verksmiðjunni í Finnlandi. Ekki króna borist Finnska fyrirtækinu „Við svo sem vorum alveg róleg því það var náttúrulega þensla og mikið að gera hjá öllum," segir Viðar. Þeim hafi þó farið að finnast þetta „grunsamlega langur tími" svo þau ákváðu að hringja út til Finnlands í fyrirtækið sem framleiðir húsin. „Þá hafði ekki einu sinni komið allur þessi peningur úr fyrri greiðslunni og ekkert úr seinni greiðslunni," segir Viðar sem þá hringdi í félaga sinn sem einnig var að kaupa hús af fyrirtæki Birgis. „Hann var búinn að borga fimm milljónir og það hafði ekki farið króna út af þeirra peningum." Viðar segir að þegar þarna var komið hafi Björn verið hættur að svara þeim í síma. „En fyrirtækið, það finnska, hringdi í hann og þá sagði hann bara við þá að þetta væri einhver misskilningur og hann ætlaði bara að hafa samband við okkur sem hann náttúrulega gerði aldrei. Eftir það þá svaraði hann þeim ekkert í síma heldur." Hefði getað byggt tvö hús Þau Viðar og Barbara voru sem fyrr segir búin að gera grunn að húsinu og allt klárt fyrir komu hússins. „Svo poppaði gengið svoleiðis í hæstu hæðir að það var ekkert í dæminu að kaupa þetta hús. Við gáfum þetta upp á bátinn og fórum bara að byggja á staðnum og erum að byggja," segir Viðar. Hann segir nógu dýrt að standa í húsbyggingu þó svo að ekki sé byrjað með tíu milljónur í mínus. Hann telur að húsið sem hann er að byggja nú á grunninum þar sem húsið frá Birni átti að rísa, komi til með að kosta um 20 milljónir. „Það skulda ég plús hitt. Kostnaðaráætlun á hinu var svona átján milljónir fullklárað ef að þessar greiðslur hefðu gengið út á þessu góða gengi sem að var þegar við borguðum," segir Viðar og bætir við að hann sé í raun að kaupa tvö hús. Kærðu Björn og Sunhouse til lögreglu Þau Viðar og Barbara kærðu Björn og fyrirtækið Sunhouse ehf. til lögreglu. Björn tapaði hinsvegar húsi sínu í nóvember og snemma á árinu óskaði Sunhouse ehf. eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. „Þannig að við vorum náttúrulega mjög svartsýn á að fá nokkurn pening en þetta er bara hjá lögreglu," segir Viðar sem á til öll gögn um þessi viðskipti. „Mér finnst allt í lagi að það komi fram þessi hlið málsins því að fólk vorkennir honum alveg ægilega," segir Viðar. „Svo talaði hann um þarna í gær í viðtalinu að hann væri að gjalda líku líkt. Bankinn væri að henda honum út og þá hafi hann rutt niður húsinu. Það væri nú fróðlegt hvernig honum finndist að ég ætti að gjalda honum? Ég væntanlega ætti þá bara að urða hann með gröfu samkvæmt þessum réttlætisstöðlum sem hann fer eftir," segir Viðar sem hyggur þó á að fara „siðferðislega betri leiðir." „Eins talaði hann um í gær að hann hefði lent í þremur slæmum kúnnum og þess vegna hefði þetta húsafyrirtæki hans hvolft. Ég hlýt nú að hafa talist góður kúnni - gaf honum tíu milljónir," segir Viðar. Hefur þú átt viðskipti við Björn? Hafðu samband í síma 512-5203 eða á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11 Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00 Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Hann er ekki hetja í mínum augum," segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. Borguðu tíu milljónir fyrir teikningarnar einar Aðgerðir Björns þann 17. júní hafa vakið upp mismunandi viðbrögð í umræðunni. Fjöldi fólks hefur þó lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir og sumir jafnvel kallað hann hetju. Hetjustimpillinn er eitthvað sem þeim Viðari og Barböru finnst ekki hæfa Birni miðað kynni þeirra af manninum. Hjónin sem búa í Miðhúsum í Kollafirði ásamt þremur börnum ætluðu að kaupa hús af Birni í gegnum fyrirtækið Sunhouse ehf. Þau borguðu staðfestingargjald árið 2006 upp á 2,7 milljónir. Árið 2007 borguðu þau svo gott sem restina af húsinu eða 7,2 milljónir til viðbótar. Húsið sjálft áttu þau svo að fá afhent síðasta sumar en þá voru þau búin að steypa grunn fyrir húsið. Einhver dráttur varð þó á því að þau fengju einingarnar. Þær skýringar sem þau fengu hjá Birni voru þær að mikill biðlisti væri í verksmiðjunni í Finnlandi. Ekki króna borist Finnska fyrirtækinu „Við svo sem vorum alveg róleg því það var náttúrulega þensla og mikið að gera hjá öllum," segir Viðar. Þeim hafi þó farið að finnast þetta „grunsamlega langur tími" svo þau ákváðu að hringja út til Finnlands í fyrirtækið sem framleiðir húsin. „Þá hafði ekki einu sinni komið allur þessi peningur úr fyrri greiðslunni og ekkert úr seinni greiðslunni," segir Viðar sem þá hringdi í félaga sinn sem einnig var að kaupa hús af fyrirtæki Birgis. „Hann var búinn að borga fimm milljónir og það hafði ekki farið króna út af þeirra peningum." Viðar segir að þegar þarna var komið hafi Björn verið hættur að svara þeim í síma. „En fyrirtækið, það finnska, hringdi í hann og þá sagði hann bara við þá að þetta væri einhver misskilningur og hann ætlaði bara að hafa samband við okkur sem hann náttúrulega gerði aldrei. Eftir það þá svaraði hann þeim ekkert í síma heldur." Hefði getað byggt tvö hús Þau Viðar og Barbara voru sem fyrr segir búin að gera grunn að húsinu og allt klárt fyrir komu hússins. „Svo poppaði gengið svoleiðis í hæstu hæðir að það var ekkert í dæminu að kaupa þetta hús. Við gáfum þetta upp á bátinn og fórum bara að byggja á staðnum og erum að byggja," segir Viðar. Hann segir nógu dýrt að standa í húsbyggingu þó svo að ekki sé byrjað með tíu milljónur í mínus. Hann telur að húsið sem hann er að byggja nú á grunninum þar sem húsið frá Birni átti að rísa, komi til með að kosta um 20 milljónir. „Það skulda ég plús hitt. Kostnaðaráætlun á hinu var svona átján milljónir fullklárað ef að þessar greiðslur hefðu gengið út á þessu góða gengi sem að var þegar við borguðum," segir Viðar og bætir við að hann sé í raun að kaupa tvö hús. Kærðu Björn og Sunhouse til lögreglu Þau Viðar og Barbara kærðu Björn og fyrirtækið Sunhouse ehf. til lögreglu. Björn tapaði hinsvegar húsi sínu í nóvember og snemma á árinu óskaði Sunhouse ehf. eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. „Þannig að við vorum náttúrulega mjög svartsýn á að fá nokkurn pening en þetta er bara hjá lögreglu," segir Viðar sem á til öll gögn um þessi viðskipti. „Mér finnst allt í lagi að það komi fram þessi hlið málsins því að fólk vorkennir honum alveg ægilega," segir Viðar. „Svo talaði hann um þarna í gær í viðtalinu að hann væri að gjalda líku líkt. Bankinn væri að henda honum út og þá hafi hann rutt niður húsinu. Það væri nú fróðlegt hvernig honum finndist að ég ætti að gjalda honum? Ég væntanlega ætti þá bara að urða hann með gröfu samkvæmt þessum réttlætisstöðlum sem hann fer eftir," segir Viðar sem hyggur þó á að fara „siðferðislega betri leiðir." „Eins talaði hann um í gær að hann hefði lent í þremur slæmum kúnnum og þess vegna hefði þetta húsafyrirtæki hans hvolft. Ég hlýt nú að hafa talist góður kúnni - gaf honum tíu milljónir," segir Viðar. Hefur þú átt viðskipti við Björn? Hafðu samband í síma 512-5203 eða á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11 Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00 Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11
Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00
Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18