Innlent

Flosi Eiríksson: FME var blekkt

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Afborganir og útborganir á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja Fjármálaeftirlitið, án vitneskju almennra stjórnarmanna, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Þar kemur fram að svo virðist sem gögn hafi verið matreidd sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins, en aðrar upplýsingar kynntar Fjármálaeftirlitinu.

„Í þessu efni er nauðsynlegt að hafa í huga að í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður tekur bæjarstjóri Kópavogs þátt í daglegum ákvörðunum um rekstur sjóðsins og er að sjálfsögðu kunnugt um allar lánveitingar til bæjarins og afborganir af þeim," segir í yfirlýsingunni.

Flosi hyggst óska eftir fundi með saksóknara efnahagsbrota til að leggja leggja fram nauðsynleg gögn til að upplýsa um vinnubrögð þau er FME gerir alvarlegar athugasemdir við og viðhöfð voru án vitundar flestra stjórnarmanna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×