Þingmaðurinn hefði getað komið í veg fyrir að sofna Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 14:26 Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Mynd/GVA Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. Ólína sem búsett er á Ísafirði var að koma af Snæfellsnesi þegar hún sofnaði undir stýri. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af. Einar segir þingmanninn og aðra geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri með því að stoppa og sofa í fáeinar mínútur, taka reglulega aksturshlé og drekka eitthvað á klukkutímafresti. Vökvajafnvægi í líkamanum skipti miklu máli fyrir athyglina. 49,5% ökumanna sagðist hafa orðið skyndilega syfjaðir Á árunum 1998 til 2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Einar segir að í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu árið 2008 kom fram að rúmlega helmingur aðspurðra sögðust einhvertíma hafa lent í því á undanförnum 6 mánuðum að hafa skyndilega orðið mjög syfjaður á meðan á akstri stóð.15 mínútur geta skipt sköpum Einar segir að 15 mínútna svefn sé að mati sérfræðinga nægur til að jafna sig af syfju. „Stöðvir þú bílinn á öruggum stað og sofnir í 15 mínútur þegar þú finnur að þig syfjar verður þú betur fær um að aka áfram í góða stund. Þessar 15 mínútur geta þannig skipt sköpum." Streita samhliða þreytu eykur hættuna Þá segir Einar að hættan á sofna undir stýri aukist síðdegis. Eðlilega sé fólk þreyttara að næturlagi og síðdegis, en mest hætta er á að menn sofni á nóttunni. „Síðdegis er fólk oft á heimleið eftir langan vinnudag, er þreytt og oft með hugann við eitthvað annað en umferðina. Streita og skortur á athygli samhliða þreytu eykur hættu á að við lendum í slysi," segir upplýsingafulltrúinn. Einar segist ekki hafa upplýsingar um það hvort munur sé á milli árstíða hvort sofni undir stýri. Að lokum vill Einar benda á vefsíðuna 15.is. Þar er meðal annars fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem ökumaður getur nýtt sér til að koma í veg fyrir að sofna undir stýri. Tengdar fréttir Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. Ólína sem búsett er á Ísafirði var að koma af Snæfellsnesi þegar hún sofnaði undir stýri. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af. Einar segir þingmanninn og aðra geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri með því að stoppa og sofa í fáeinar mínútur, taka reglulega aksturshlé og drekka eitthvað á klukkutímafresti. Vökvajafnvægi í líkamanum skipti miklu máli fyrir athyglina. 49,5% ökumanna sagðist hafa orðið skyndilega syfjaðir Á árunum 1998 til 2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Einar segir að í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu árið 2008 kom fram að rúmlega helmingur aðspurðra sögðust einhvertíma hafa lent í því á undanförnum 6 mánuðum að hafa skyndilega orðið mjög syfjaður á meðan á akstri stóð.15 mínútur geta skipt sköpum Einar segir að 15 mínútna svefn sé að mati sérfræðinga nægur til að jafna sig af syfju. „Stöðvir þú bílinn á öruggum stað og sofnir í 15 mínútur þegar þú finnur að þig syfjar verður þú betur fær um að aka áfram í góða stund. Þessar 15 mínútur geta þannig skipt sköpum." Streita samhliða þreytu eykur hættuna Þá segir Einar að hættan á sofna undir stýri aukist síðdegis. Eðlilega sé fólk þreyttara að næturlagi og síðdegis, en mest hætta er á að menn sofni á nóttunni. „Síðdegis er fólk oft á heimleið eftir langan vinnudag, er þreytt og oft með hugann við eitthvað annað en umferðina. Streita og skortur á athygli samhliða þreytu eykur hættu á að við lendum í slysi," segir upplýsingafulltrúinn. Einar segist ekki hafa upplýsingar um það hvort munur sé á milli árstíða hvort sofni undir stýri. Að lokum vill Einar benda á vefsíðuna 15.is. Þar er meðal annars fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem ökumaður getur nýtt sér til að koma í veg fyrir að sofna undir stýri.
Tengdar fréttir Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56