Innlent

Bíótilboð fyrir atvinnulausa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Atvinnulausir geta farið í bíó fyrir 750 krónur, sýni þeir gögn frá Vinnumálastofnun.
Atvinnulausir geta farið í bíó fyrir 750 krónur, sýni þeir gögn frá Vinnumálastofnun.
Sambíóin bjóða nú nýjan tilboðsflokk, en frá og með 24. júní býðst fólki sem er án atvinnu að fara í bíó fyrir 750 krónur. Tilboðið gildir allan daginn, alla daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá Samfilm segir jafnfram: „Það er okkar von að þetta alltof stóra atvinnuleysi verði eingöngu hér til skamms tíma og að til langs tíma muni einungis fáir nýta sér kostinn. Þangað til að meiri ró skapast í atvinnumálum vonumst við til að sem flestir lyfti sér upp og skelli sér í bíó [...]"

Til að nýta sér tilboðið þurfa atvinnulausir að sýna gögn frá Vinnumálastofnun.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×