Fótbolti

Kaká elskar Backstreet Boys

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká og Robinho á góðri stund.
Kaká og Robinho á góðri stund. Nordic Photos/Getty Images

Robinho gerði félaga sínum í brasilíska landsliðinu, Kaká, mikinn grikk þegar hann greindi fjölmiðlamönnum frá tónlistarsmekk landa síns.

Robinho er búinn að vara leikmenn Real Madrid við því að vera ekkert að hleypa Kaká nálægt græjunum fyrir leiki eða í teitum.

„Kaká hlustar ekki á neitt annað en Backstreet Boys," sagði Robinho við fjölmiðlamenn og Kaká kann landa sínum eflaust litlar þakkir fyrir vikið.

Strákabandið Backstreet Boys er þekkt fyrir sína rómantísku slagara og poppsmelli. Nægir þar að nefna goðsagnakennd stykki á borð við As long as you love me og Show me the meaning of being lonely.

Það er svo önnur langsótt tenging inn í Real Madrid því einn af meðlimum sveitarinnar, Nick Carter, er fyrrum kærasti Paris Hilton sem Ronaldo var að leika sér með á dögunum. Skemmtilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×