Bið eftir ættleiðingu lengist 29. júní 2009 02:00 Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en styttist. fréttablaðið/getty Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira