Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó 30. júní 2009 04:15 Björn Virgill Hartmannsson, 15 ára, Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára, og Hólmfríður Hartmannsdóttir, 19 ára, komu Hafþóri til hjálpar. „Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira