Innlent

Kristján Ara með 893 milljóna kúlulán

Kristján Arason
Kristján Arason

Kaupþing lánaði starfsfólki sínu samtals 47,3 milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum árið 2006. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið hefur lánabækur bankans frá árinu 2006 undir höndum. Í blaðinu er meðal annars greint frá því að Kristján Arason, þáverandi framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hafi fengið 893 milljónir að láni í formi svokallaðs kúluláns.

Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings tók einnig lán til hlutabréfakaupa upp á tæpar 450 milljónir en hann gaf yfirstjórn bankans samþykki sitt fyrir því að persónulegar ábyrgðir starfsfólk vegna hlutabréfakaupa í bankanum yrðu felldar niður. Helgi segist í samtali við blaðið ekki hafa unnið álitið um niðurfellingu ábyrgðanna þótt hann beri vissulega ábyrgð á álitinu sem yfirlögfræðingur.

Í frétt um þessi mál á Vísi í lok febrúar kom fram að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði félag í sínu nafni og fékk lán til hlutabréfakaupanna í bankanum. Lánið hljóðaði upp á tæpan þrjá og hálfan milljarð og er kúlulán, með greiðslu árið 2011.




Tengdar fréttir

Fimmtán milljarða afskrift vegna Kaupþingsforstjóra

Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×