Icesave - verðmiði á trausti Halldór Reynisson skrifar 30. júní 2009 06:00 Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn. Víst er hann ekki góður. En staða okkar sem þjóðar er bara vond. Icesave er okkar erfðasynd vegna svallveislu síðustu ára. Samningurinn okkar yfirbót í augum umheimsins. Það eru óheilindi sem kenna má við skrum þegar reynt er að gera Icesave að flokkspólitískri deilu. Málið er lagatæknilegt, fjárhagslegt, það snýst um grunntraust á fjármálastarfsemi heillar álfu; að fólk geti lagt sitt sparifé inn í banka við lágmarksáhættu án þess að eiga það á hættu að spariféð gufi upp. Í húfi er traust þess samfélags þjóðanna sem við teljum okkur tilheyra, norræna samfélagsins, evrópska samfélagsins. Þegar slíkt traust er annars vegar er enginn eyland, ekki einu sinni við Íslendingar. Fyrri ríkisstjórn hefði líka þurft að semja um Icesave. Sennilega hefði útkoman orðið sú sama því málið er eins og áður segir tæknilegt, jafnvel siðferðilegt. Það er því misskilningur, í versta falli yfirdrepskapur þegar reynt er að finna þessum samningi allt til foráttu. Sumir telja sig rata aðra leið. Er það kannski hin leiðin fræga? Hvað ef samningurinn verður felldur? Stjórnarkreppa? Sundurlyndi? Mánaða eða missera kyrrstaða? Eyðilandið Ísland? Við þurfum að byggja upp traust á okkur. Og traust er bara dýru verði keypt hafi það eitt sinn glatast. Því miður, Icesave er verðmiðinn. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn. Víst er hann ekki góður. En staða okkar sem þjóðar er bara vond. Icesave er okkar erfðasynd vegna svallveislu síðustu ára. Samningurinn okkar yfirbót í augum umheimsins. Það eru óheilindi sem kenna má við skrum þegar reynt er að gera Icesave að flokkspólitískri deilu. Málið er lagatæknilegt, fjárhagslegt, það snýst um grunntraust á fjármálastarfsemi heillar álfu; að fólk geti lagt sitt sparifé inn í banka við lágmarksáhættu án þess að eiga það á hættu að spariféð gufi upp. Í húfi er traust þess samfélags þjóðanna sem við teljum okkur tilheyra, norræna samfélagsins, evrópska samfélagsins. Þegar slíkt traust er annars vegar er enginn eyland, ekki einu sinni við Íslendingar. Fyrri ríkisstjórn hefði líka þurft að semja um Icesave. Sennilega hefði útkoman orðið sú sama því málið er eins og áður segir tæknilegt, jafnvel siðferðilegt. Það er því misskilningur, í versta falli yfirdrepskapur þegar reynt er að finna þessum samningi allt til foráttu. Sumir telja sig rata aðra leið. Er það kannski hin leiðin fræga? Hvað ef samningurinn verður felldur? Stjórnarkreppa? Sundurlyndi? Mánaða eða missera kyrrstaða? Eyðilandið Ísland? Við þurfum að byggja upp traust á okkur. Og traust er bara dýru verði keypt hafi það eitt sinn glatast. Því miður, Icesave er verðmiðinn. Höfundur er prestur.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar