Er hægt að bjarga Íslandi? Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júní 2009 11:16 Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira