Ekki til neitt plan B 1. júlí 2009 05:15 Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra kynntu opinberun trúnaðargagna í Icesave-málinu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Fréttablaðið/Pjetur „Ég tel mig ekkert þurfa neitt Plan-B,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í gær aðspurð á blaðamannafundi hvaða áform ríkisstjórnin hefði, samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn. Forsætisráðherra sagði það ekki hvarfla að sér að málið yrði fellt á Alþingi. „Ég hef fulla trú á því að málið verði samþykkt. Og ef það kemur einhver slík spurning upp þá svörum við henni þegar þar að kemur,“ sagði Jóhanna. Aflétt var trúnaði af 68 skjölum, sem tengjast Icesave-málinu, í gær. Að auki fengu alþingismenn einir aðgang að 24 öðrum trúnaðarskjölum sem forsætisráðherra sagði ekki unnt að sýna almenningi vegna kröfu viðsemjenda Íslendinga.Nauðugur einn kostur„Það að aflétta trúnaði af öllum þessu gögnum er til marks um það að ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á það að öll gögn sem kostur er verði opinber í þessu máli til þess að almenningur, þingmenn, fréttamenn og aðrir geti kynnt sér út í þaula allt sem viðkemur þessu stóra máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Það er sannfæring mín að þegar farið hefur verið yfir þessi gögn þá mun það sýna að ríkistjórnin var nauðugur einn kostur að gera þá samninga sem hafa verið gerðir og það var ekki að mínu mati og ríkisstjórnarinnar hægt að víkjast undan því.“ Þá sagðist Jóhanna ekki telja að með Icesave-samningnum sé verið að velta byrðum á framtíðina þótt vissulega sé um að ræða mjög þungan bagga fyrir þjóðina. „Útreikningar sýna að skuldabyrði Íslendinga verður mest núna á næstu árum áður en að kemur til þess að við þurfum að greiða af þessu Icesave-láni,“ sagði hún. Aftur fyrir byrjunarreitSteingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra sagðist sannfærður um að ekki væri hægt að ná betri samningi ef Alþingi fellir samninginn. „Ég hef miklar áhyggjur af þeim aðstæðum sem uppi yrðu ef menn höfnuðu þessari niðurstöðu og reyndu að byrja upp á nýtt. Það er ekki einu sinni víst að menn myndu byrja á byrjunarreit. Ætli andrúmsloftið yrði nú ekki ansi þungt í okkar garð eftir langar og strangar viðræður ef við hlypum frá niðurstöðunni,“ sagði fjármálaráðherra. Aðspurður sagði Steingrímur mikla áhættu fólgna í því að hafa svo langt lán á breytilegum vöxtum. Svo sé um mörg önnur lán Íslendinga og áhættan hefði því magnast upp. Langtímavextir hafi verið í sögulegu lágmarki þegar gengið hafi verið frá Icesave-samningum. „Allar spár gera ráð fyrir því - og þær eru að styrkjast núna þessa dagana og vikurnar - að vextir fari nú hækkandi vegna þess að mikill halli er á ríkissjóðum vítt um heim og gríðarleg fjármögnunarþörf í hagkerfunum vegna þessa hallareksturs,“ sagði ráðherra. Dómstólar ekki í boðiSteingrímur sagði ljóst að ekki hafi verið unnt að vísa Icesave-deilunni fyrir dóm nema með samþykki Hollendinga og Breta. „Það var ekki í boði,“ sagði fjármálaráðherra sem kvað samningaleiðina þannig hafa verið þá einu færu. Ná yrði pólitískri niðurstöðu „Þetta var allt meira og minna í gadda slegið í október og nóvembermánuði.“ gar@frettabladid kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
„Ég tel mig ekkert þurfa neitt Plan-B,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í gær aðspurð á blaðamannafundi hvaða áform ríkisstjórnin hefði, samþykki Alþingi ekki Icesave-samninginn. Forsætisráðherra sagði það ekki hvarfla að sér að málið yrði fellt á Alþingi. „Ég hef fulla trú á því að málið verði samþykkt. Og ef það kemur einhver slík spurning upp þá svörum við henni þegar þar að kemur,“ sagði Jóhanna. Aflétt var trúnaði af 68 skjölum, sem tengjast Icesave-málinu, í gær. Að auki fengu alþingismenn einir aðgang að 24 öðrum trúnaðarskjölum sem forsætisráðherra sagði ekki unnt að sýna almenningi vegna kröfu viðsemjenda Íslendinga.Nauðugur einn kostur„Það að aflétta trúnaði af öllum þessu gögnum er til marks um það að ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á það að öll gögn sem kostur er verði opinber í þessu máli til þess að almenningur, þingmenn, fréttamenn og aðrir geti kynnt sér út í þaula allt sem viðkemur þessu stóra máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Það er sannfæring mín að þegar farið hefur verið yfir þessi gögn þá mun það sýna að ríkistjórnin var nauðugur einn kostur að gera þá samninga sem hafa verið gerðir og það var ekki að mínu mati og ríkisstjórnarinnar hægt að víkjast undan því.“ Þá sagðist Jóhanna ekki telja að með Icesave-samningnum sé verið að velta byrðum á framtíðina þótt vissulega sé um að ræða mjög þungan bagga fyrir þjóðina. „Útreikningar sýna að skuldabyrði Íslendinga verður mest núna á næstu árum áður en að kemur til þess að við þurfum að greiða af þessu Icesave-láni,“ sagði hún. Aftur fyrir byrjunarreitSteingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra sagðist sannfærður um að ekki væri hægt að ná betri samningi ef Alþingi fellir samninginn. „Ég hef miklar áhyggjur af þeim aðstæðum sem uppi yrðu ef menn höfnuðu þessari niðurstöðu og reyndu að byrja upp á nýtt. Það er ekki einu sinni víst að menn myndu byrja á byrjunarreit. Ætli andrúmsloftið yrði nú ekki ansi þungt í okkar garð eftir langar og strangar viðræður ef við hlypum frá niðurstöðunni,“ sagði fjármálaráðherra. Aðspurður sagði Steingrímur mikla áhættu fólgna í því að hafa svo langt lán á breytilegum vöxtum. Svo sé um mörg önnur lán Íslendinga og áhættan hefði því magnast upp. Langtímavextir hafi verið í sögulegu lágmarki þegar gengið hafi verið frá Icesave-samningum. „Allar spár gera ráð fyrir því - og þær eru að styrkjast núna þessa dagana og vikurnar - að vextir fari nú hækkandi vegna þess að mikill halli er á ríkissjóðum vítt um heim og gríðarleg fjármögnunarþörf í hagkerfunum vegna þessa hallareksturs,“ sagði ráðherra. Dómstólar ekki í boðiSteingrímur sagði ljóst að ekki hafi verið unnt að vísa Icesave-deilunni fyrir dóm nema með samþykki Hollendinga og Breta. „Það var ekki í boði,“ sagði fjármálaráðherra sem kvað samningaleiðina þannig hafa verið þá einu færu. Ná yrði pólitískri niðurstöðu „Þetta var allt meira og minna í gadda slegið í október og nóvembermánuði.“ gar@frettabladid kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira