Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Sigríður Mogensen skrifar 1. júlí 2009 18:34 Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella. Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella.
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira