Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti 2. júlí 2009 12:13 Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var skuldastaða Íslands ásamt Icesave samningnum til umræðu. Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna tók þátt í umræðunni og sagðist hann íhuga hvort ekki væri betra að lýsa yfir greiðsluþroti og mæta því strax í stað þess að fresta vandanum vandann. Atli sagði einnig að sé staðan svo slæm sem um ræðir, þá muni hann ekki samþykkja ríkisábyrgð á Icesave samningnum sem rætt er um á þingi í dag. Tengdar fréttir Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var skuldastaða Íslands ásamt Icesave samningnum til umræðu. Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna tók þátt í umræðunni og sagðist hann íhuga hvort ekki væri betra að lýsa yfir greiðsluþroti og mæta því strax í stað þess að fresta vandanum vandann. Atli sagði einnig að sé staðan svo slæm sem um ræðir, þá muni hann ekki samþykkja ríkisábyrgð á Icesave samningnum sem rætt er um á þingi í dag.
Tengdar fréttir Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34