Flóran ein flottasta bók Evrópu 2. júlí 2009 04:15 Fékk silfrið Snæfríður Þorsteins með Flóru Íslands sem þótti ein af flottustu bókum Evrópu.Fréttablaðið/GVA Bók Eggert Péturssonar, Flóra Íslands, fékk silfurverðlaun í keppni evrópskra hönnuða og auglýsingastofa sem fram fór í Barcelona í júní síðastliðnum. Það voru þær Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem hlutu þessi verðlaun en þær höfðu áður hlotið verðlaun FÍT í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla fyrir þessa bók. „Þetta er alveg glæsilegt og árangurinn þýðir að við getum sent bókina í enn stærri keppni,“ segir Hörður Lárusson, formaður FÍT. Bókin hlaut verðlaun í flokki bóka, bókverka og ársskýrslna en að sögn Harðar munaði aðeins einu atkvæði að hún hefði komið heim með gull. „Það virðast bara vera örlög okkar að fá silfur,“ segir Hörður en eins og flestir ættu að vita varð Jóhanna Guðrún í öðru sæti í Eurovision og silfrið í Peking mun seint gleymast. „Bókin er náttúrulega alveg ótrúlega flott, hún er miklu meira en bara bók, hún er listaverk,“ útskýrir Hörður og bætir því við að keppinautar hennar hafi flestir komið af auglýsingasviðinu. „Sem gerir árangur hennar bara enn betri.“ Hörður bætir því þó við að margir hafi komið að máli við sig eftir að dómnefnd hafði kveðið upp sinn dóm og sagt að bókin hefði átt skilið að vinna. „Það var hins vegar þýsk bók, Hide & Seek Booklet, sem vann. Hún er líka nokkuð flott.“ Flóra Íslands er án nokkurs vafa ein stærsta og veglegasta bókin sem gefin hefur verið út. Hún er 560 síður, með teikningum eftir Eggert Pétursson, einn fremsta samtímalistamann þjóðarinnar. Bókin er aðeins gefin út í fimm hundruð eintökum sem hvert og eitt er tölusett og áritað af Eggerti. Hún kostar 75 þúsund krónur. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Bók Eggert Péturssonar, Flóra Íslands, fékk silfurverðlaun í keppni evrópskra hönnuða og auglýsingastofa sem fram fór í Barcelona í júní síðastliðnum. Það voru þær Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem hlutu þessi verðlaun en þær höfðu áður hlotið verðlaun FÍT í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla fyrir þessa bók. „Þetta er alveg glæsilegt og árangurinn þýðir að við getum sent bókina í enn stærri keppni,“ segir Hörður Lárusson, formaður FÍT. Bókin hlaut verðlaun í flokki bóka, bókverka og ársskýrslna en að sögn Harðar munaði aðeins einu atkvæði að hún hefði komið heim með gull. „Það virðast bara vera örlög okkar að fá silfur,“ segir Hörður en eins og flestir ættu að vita varð Jóhanna Guðrún í öðru sæti í Eurovision og silfrið í Peking mun seint gleymast. „Bókin er náttúrulega alveg ótrúlega flott, hún er miklu meira en bara bók, hún er listaverk,“ útskýrir Hörður og bætir því við að keppinautar hennar hafi flestir komið af auglýsingasviðinu. „Sem gerir árangur hennar bara enn betri.“ Hörður bætir því þó við að margir hafi komið að máli við sig eftir að dómnefnd hafði kveðið upp sinn dóm og sagt að bókin hefði átt skilið að vinna. „Það var hins vegar þýsk bók, Hide & Seek Booklet, sem vann. Hún er líka nokkuð flott.“ Flóra Íslands er án nokkurs vafa ein stærsta og veglegasta bókin sem gefin hefur verið út. Hún er 560 síður, með teikningum eftir Eggert Pétursson, einn fremsta samtímalistamann þjóðarinnar. Bókin er aðeins gefin út í fimm hundruð eintökum sem hvert og eitt er tölusett og áritað af Eggerti. Hún kostar 75 þúsund krónur.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“