Enski boltinn

Dalglish snýr aftur til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kenny Dalglish í minningarleik um Hillsbrough-slysið í maí síðastliðnum.
Kenny Dalglish í minningarleik um Hillsbrough-slysið í maí síðastliðnum.

Liverpool staðfesti í dag að goðsögnin Kenny Dalglish myndi snúa aftur til félagsins og starfa í akademíu félagsins. Hann verður einnig gerður að sendiherra félagsins.

Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að Dalglish kæmi að starfa á ný fyrir Liverpool. Sérstaklega þar sem Rafa Benitez er til í að hafa Dalglish um borð.

Í yfirlýsingu frá Liverpool kemur fram að það sé gríðarleg ánægja innan félagsins að hafa fengið Dalglish aftur í vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×