Innlent

Ísland ætti að viðurkenna þjóðargjaldþrot

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Ísland er nálægt þjóðargjaldþroti og ætti að viðurkenna það til að ná hagstæðari samningum við erlenda lánadrottna segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank. Erlendir lánadrottnar verði að horfast í augu við að Ísland geti ekki staðið við allar skuldbindingar sínar og því verði að fella eitthvað af þeim niður.

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, telur að afleiðingar fyrir Ísland hafni Alþingi Icesave-samkomulaginu séu einkum tvennskonar.

Það myndi gera það mjög erfitt fyrir Ísland að komast inn í ESB. Í annan stað þá væri það líka skýrt merki til alþjóðlegra lánadrottna að íslenska ríkisstjórnin telur sig ekki ábyrga til að borga skuldina tilbaka sem íslensku bankarnir efndu til. Það myndi gera það ómögulegt, svo að segja, fyrir íslenska ríkið og fyrirtæki að komast aftur inn á erlenda lánamarkaði.

Christensen nefnir Argentínu sem dæmi en þar voru allar erlendar skuldbindingar afskrifaðar árið 2002. Síðan þá hafi Argentína ekki verið þátttakandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Þá gæti Ísland verið í samsvarandi stöðu.

Christensen leggur til að Ísland lýsi sig gjaldþrota og semji um skuldbindingar sínar út frá því.

„Praktískt held ég að Ísland sé mjög nálægt þjóðargjaldþroti. Það gæti verið möguleiki falinn í því að viðurkenna það og þar eftir semja um erlendar skuldir. Erlendir lánadrottnar verða að horfast í augu við að Ísland getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og því væri það betra fyrir þá að viðurkenni það með því að færa skuldirnar niður," segir Lars.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×