Innlent

Ósáttir við makrílveiðar

Norskir og færeyskir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru æfir út í stórtækar makrílveiðar Íslendinga að undanförnu þar sem aflinn hefur að mestu farið í bræðslu. Þeir benda á að makríllinn sé úr sama stofni og Norðmenn og Færeyingar nýta og það sé því hagsmunamál þeirra að Íslendingar gangi sómasamlega um auðlindina. Þeir benda á mikla verðmætasóun Íslendinganna, þar sem um 70 milljónir króna fáist fyrir þúsund tonn af makríl upp úr sjó, ef hann fer í bræðslu, en meira en tvöfalt meira, eða 150 milljónir, ef hann er unninn um borð til manneldis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×