Innlent

Rýrnun útflutningsverðmætis um 10 - 15 milljarða

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Hagsmunahópar í sjávarútvegi telja að niðurskurður á kvótum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, þýði að útflutningsverðmæti sjávarafurða rýrni um tíu til 15 milljarða króna. Þriðjungsniðurskurður á ýsukvótanum kemur hvað harðast niður á Vestmannaeyingum, þar sem ýsa hefur verið hátt hlutfall í heildaraflanum. Öll hagsmunasamtök í Eyjum, sem málið varðar, bæði samtök útvegsmanna og sjómanna, skora á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að endurskoða þessa ákvörðun. Bent er á að hvorki fólk né fyrirtæki í sjávarútvegi geti búið við svona mikla sveiflu á millli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×