Innlent

Um 9,1% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Að meðaltali voru 16.600 manns án vinnu og í atvinnuleit á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 9,1% vinnuaflsins, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi mældist 10,6% hjá körlum og 7,2% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 21,9%. Frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til annars ársfjórðungs ársins í ár fjölgaði atvinnulausum um 10.900 manns.

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra voru að meðaltali 5.700 atvinnulausir og mældist atvinnuleysi 3,1%. Atvinnuleysi mældist þá 3,2% hjá körlum og 2,9% hjá konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 10,8%.

Þeim sem hafa leitað að vinnu í einn mánuð eða meira hefur fjölgað frá öðrum ársfjórðungi í fyrra úr 1.900 í 11.800 á öðrum ársfjórðungi þessa árs, eða um 9.800. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs höfðu 45,8% atvinnulausra leitað að starfi í þrjá mánuði eða lengur en 10,7% á öðrum ársfjórðungi í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×