Íslendingar munu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í dag. Alls 33 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt, en 28 greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðfriður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs greiddu ekki atkvæði.
Áður höfðu þingmenn hafnað tillögu þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem sæti eiga í utanríkismálanefnd, um svokallað tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB. Sú tillaga var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Líklegt er að umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði afhent á fundi utanríkisráðherra ESB í Brussel þann 27. júlí næstkomandi.
Þá var breytingatillögu Sjálfstæðisflokks um bindandi atkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn hafnað. Það voru 37 þingmenn sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu en 26 greiddu á móti.