Viðskipti innlent

Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir

Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson.

Þetta kemur fram í frétt á RUV um málið. Þar er vitnað í Magnús Guðlaugsson, skiptastjóra sem segir að gjaldþrotið sé upp á tæpar 300 milljónir króna. Sextán fyrrverandi starfsmenn hafa gert launakröfu í búið og þær njóta forgangs. Kröfur þeirra og kröfur lífeyrissjóða vegna réttinda starfsmannanna nema 50 milljónum króna.

Ennfremur segir í frétt RUV að í búinu séu nánast engar eignir, aðeins tölvur og húsgögn. Í þrotabúinu eru aðeins til fjórar milljónir króna upp í kröfurnar því þarf ábyrgðarsjóður launa að bæta starfsmönnunum launatapið að hluta.

Landsbankinn á stærstu kröfuna upp á 140 milljónir en meðal annarra lánardrottna eru Ríkisútvarpið, Tollstjórinn, Capacent, Árvakur, Íslandsbanki, Sjóvá og Lýsing.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×