Enski boltinn

Gareth Barry svarar Rafa Benitez fullum hálsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Barry er einn af nýjum leikmönnum Manchester City.
Gareth Barry er einn af nýjum leikmönnum Manchester City. Mynd/AFP

Gareth Barry sakar Rafa Benitez, stjóra um virðingaleysi eftir að Spánverjinn setti spurningamerki við ástæður þess að Barry fór til Manchester City í sumar. Benitez reyndi eins og frægt var að kaupa Barry frá Aston Villa fyrir ári síðan.

Gareth Barry hafði nefnt það í blaðaviðtölum að ein af aðalástæðunum fyrir því að hann væri að fara frá Aston Villa væri til þess að komast í Meistaradeildina. Manchester City er aftur á móti ekki með neinni Evrópukeppni í vetur og því hélt Benitez því fram að Barry væri aðeins að elta peningana.

„Hann sýndi mér virðingaleysi með þessum orðum. En þegar hans orð féllu þá var ég búinn að taka þessa ákvörðun og það er mín skoðun að allir ætti bara að hætta að hugsa um það sem liðið er. Það var mikill áhugi frá Liverpool og ég held að hann sér bara svekktur yfir því að ég valdi City," sagði Barry í viðtali við Daily Telegraph.

„Ég er búinn að vera í ensku úrvalsdeildinni í tíu ár og ég hef fengið miklu meiri pening borgaðan í laun heldur hinn venjulegi vinnandi maður. Peningarnir skipta því ekki lengur máli," sagði Barry og bætti við:

„Það sem skiptir mestu máli er að City tók vel á móti mér og mér fannst hér vera velkominn þar. Liverpool var ekki tilbúið að borga fyrir mig í fyrra en þeir fundu allt í einu peninga fyrir mér þegar þeir fréttu af því að annað lið væri tilbúið að kaupa mig," sagði Barry.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×