Reiknað á röngum forsendum Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2009 07:00 Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun