Fréttaskýring: Eignarhaldið verður hjá áhættufjárfestum Friðrik Indriðason skrifar 21. júlí 2009 10:18 Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. Forsögu málsins er að finna í þremur uppboðum sem haldin voru á vegum International Swaps and Derivatives Association (ISDA) í nóvember í fyrra á skuldatryggingum íslensku bankanna þriggja. Voru þetta fyrstu uppboð sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið var að finna út hve mikið seljendur þessara trygginga ættu að borga kaupendum þeirra, þ.e. hve mikils virði markaðurinn mat skuldabréfin sem tryggingarnar náðu yfir. Yfir 160 bankar og fjárfestar skráðu sig fyrir uppgjöri á skuldatryggingum íslensku bankanna. Ekki var nákvæmlega vitað um hve stóra heildarupphæð var að ræða en ISDA áætlaði að hún næmi 55 milljörðum dollara eða tæpum 7.000 milljörðum kr. „Vogunarsjóðir, tryggingarfélög og bankar eru þeir sem venjulega kaupa og selja skuldatryggingar. Og þá annaðhvort til að tryggja skuldabréf gegn gjaldfellingu eða veðja á að félög geti ekki borgað skuldir sínar," segir í frétt hér á Fréttastofunni á þessum tíma. Niðurstöður á uppboðunum, sem stóðu yfir í tæpa viku, voru að skuldabréf Kaupþings voru metin á 6,6% af nafnverði, skuldabréf Glitnis á 4% og Landsbankans á 1,25%. Hér skal tekið fram að samkvæmt reglum uppboðanna mátti nafnverðið á bréfunum ekki fara lægra en 1% þannig að skuldabréf Landsbankans voru í raun metin verðlaus og eru það enn. Fljótlega upp úr áramótum sáu sérfræðingar að verðið sem fékkst fyrir skuldabréfin á fyrrgreindum uppboðum var sennilega alltof lágt. Því fór lífleg verslun í gang með þau á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og verðið hækkaði. Í mars birti Fréttastofan frétt um að dæmi væru um að skuldabréf Kaupþings hafi selst á nær 10% af nafnverði eða töluvert hærra en fékkst fyrir þau á uppboðinu. Skuldabréf Glitnis fóru síðan í mestu uppsveifluna. Í frétt um málið hér á síðunni í byrjun mars s.l. segir: „Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni hafa skuldabréfin hingað til verið seld á 6% af nafnverði eða 6 sent fyrir evruna. Verðið hefur nú hækkað í 14 sent eftir að fundur var haldinn með kröfuhöfum bankans í London í síðustu viku á vegum KNG Securities." Taka ber fram að kaup á þessum skuldabréfum eru einhverjar mestu áhættufjárfestingar sem til eru í heiminum í dag vegna þess hve fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt og þess hve mikil óvissa er um hvort neyðarlögin frá því s.l. haust haldi fyrir dómi eða ekki. Alþjóðlegir stórbankar standa ekki í slíkum fjárfestingum heldur vogunarsjóðir og fjárfestar sem tilbúnir eru að taka áhættuna. Í frétt á Fréttastofunni fyrr í þessum mánuði segir: „Kröfuhafahópurinn (þ.e. hjá Glitni og Kaupþingi innsk. blm.) samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi. Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölum og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa." Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. Forsögu málsins er að finna í þremur uppboðum sem haldin voru á vegum International Swaps and Derivatives Association (ISDA) í nóvember í fyrra á skuldatryggingum íslensku bankanna þriggja. Voru þetta fyrstu uppboð sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið var að finna út hve mikið seljendur þessara trygginga ættu að borga kaupendum þeirra, þ.e. hve mikils virði markaðurinn mat skuldabréfin sem tryggingarnar náðu yfir. Yfir 160 bankar og fjárfestar skráðu sig fyrir uppgjöri á skuldatryggingum íslensku bankanna. Ekki var nákvæmlega vitað um hve stóra heildarupphæð var að ræða en ISDA áætlaði að hún næmi 55 milljörðum dollara eða tæpum 7.000 milljörðum kr. „Vogunarsjóðir, tryggingarfélög og bankar eru þeir sem venjulega kaupa og selja skuldatryggingar. Og þá annaðhvort til að tryggja skuldabréf gegn gjaldfellingu eða veðja á að félög geti ekki borgað skuldir sínar," segir í frétt hér á Fréttastofunni á þessum tíma. Niðurstöður á uppboðunum, sem stóðu yfir í tæpa viku, voru að skuldabréf Kaupþings voru metin á 6,6% af nafnverði, skuldabréf Glitnis á 4% og Landsbankans á 1,25%. Hér skal tekið fram að samkvæmt reglum uppboðanna mátti nafnverðið á bréfunum ekki fara lægra en 1% þannig að skuldabréf Landsbankans voru í raun metin verðlaus og eru það enn. Fljótlega upp úr áramótum sáu sérfræðingar að verðið sem fékkst fyrir skuldabréfin á fyrrgreindum uppboðum var sennilega alltof lágt. Því fór lífleg verslun í gang með þau á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og verðið hækkaði. Í mars birti Fréttastofan frétt um að dæmi væru um að skuldabréf Kaupþings hafi selst á nær 10% af nafnverði eða töluvert hærra en fékkst fyrir þau á uppboðinu. Skuldabréf Glitnis fóru síðan í mestu uppsveifluna. Í frétt um málið hér á síðunni í byrjun mars s.l. segir: „Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni hafa skuldabréfin hingað til verið seld á 6% af nafnverði eða 6 sent fyrir evruna. Verðið hefur nú hækkað í 14 sent eftir að fundur var haldinn með kröfuhöfum bankans í London í síðustu viku á vegum KNG Securities." Taka ber fram að kaup á þessum skuldabréfum eru einhverjar mestu áhættufjárfestingar sem til eru í heiminum í dag vegna þess hve fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt og þess hve mikil óvissa er um hvort neyðarlögin frá því s.l. haust haldi fyrir dómi eða ekki. Alþjóðlegir stórbankar standa ekki í slíkum fjárfestingum heldur vogunarsjóðir og fjárfestar sem tilbúnir eru að taka áhættuna. Í frétt á Fréttastofunni fyrr í þessum mánuði segir: „Kröfuhafahópurinn (þ.e. hjá Glitni og Kaupþingi innsk. blm.) samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi. Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölum og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa."
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira