Innlent

Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar.
Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/Pjetur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið.

„Mér finnst skipta meira máli að mín rök komi fram í þingsal en í nefnd," segir Lilja og bætir við að hún hafi viljað fara óbundin til atkvæðagreiðslu um málið.

Lilja segist ekki hafa verið sammála nefndaráliti efnahags- og skattanefndar. Hún telji ekki jafnmikla áhættu af því að hafna samningnum og aðrir í meirihlutanum og vildi því ekki skrifa undir álitið.

Þá hafi hún verið ósátt við að frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefndinni í dag og því vísað til fjárlaganefndar. Hún hafi viljað að vinna við frumvarpið héldi áfram í efnahags- og skattanefnd, en taldi ekki þörf á að tefja málið vegna þessa faglega metnaðar síns.

En hefði verið heiðarlegra að greiða atkvæði gegn nefndarálitinu fyrst hún var því ósammála, en að kalla inn varamann á nefndarfundinn?

„Þá hefði það þýtt að ég væri að segja mig úr stjórnarliðinu. Ég vil ekki blanda Icesave-málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi," segir Lilja að lokum, en segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda.

Lilja segist ekki hafa verið beitt þrýstingi vegna málsins.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×