Innlent

Minnisblað í fjárlaganefnd stangast á við Icesave samkomulag

Helga Arnardóttir skrifar
Íslenska ríkið átti að fara með öll mál gagnvart innstæðueigendum Icesave færi bankinn í þrot samkvæmt nýju minnisblaði sem lagt var fram í fjárlaganefnd í dag.

Þetta stangast á við Icesave samkomulagið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ljóst að íslenska ríkið samdi af sér við gerð Icesave samningsins.

Skjalið hefur aldrei verið birt í tengslum við umfjöllun Icesave samningsins á þingi. Þar er greint frá viðræðum íslenska og breska innstæðutryggingasjóðsins á sama tíma og Icesave var stofnaður í Bretlandi í október árið 2006.

Þar kemur fram íslenski innstæðutryggingasjóðurinn átti að fara með öll mál gagnvart innstæðueigendum Icesave færi bankinn í þrot.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×