Sálfræðingur um svefngöngur: Stórmerkilegt ef rétt reynist 22. júlí 2009 16:47 Svefngöngur vara yfirleitt í nokkrar mínútur. „Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira