Sálfræðingur um svefngöngur: Stórmerkilegt ef rétt reynist 22. júlí 2009 16:47 Svefngöngur vara yfirleitt í nokkrar mínútur. „Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ef þetta reynist rétt, þá er þetta stórmerkilegt," segir sálfræðingurinn Júlíus K. Björnsson sem starfaði í fimmtán ár hjá Landspítalanum og sá um meðal annars um svefnráðgjafir. Hann segir að á sínum fimmtán ára ferli hafi hann aldrei heyrt um annað eins tilfelli og þrettán ára stúlku sem tók jeppabifreið ófrjálsri hendi í Húsafelli og ók henni til Keflavíkur. Það sem er merkilegt er að stúlkan heldur því fram að hún hafi gengið í svefni og ekið alla leiðina í slíku ástandi samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi. Atvikið átti sér stað í nótt á Húsafelli. Stúlkan segist hafa gengið í svefni talsverðan spöl frá sumarbústaði þar sem hún dvaldi, yfir í annan bústað. Þangað fór hún inn og fann lykla af jeppabifreið sem voru inni í skáp. Síðan skrifaði hún kveðjuna: Flott hús, kveðja næturröltarinn. Hún fann svo jeppabifreiðina fyrir utan, setti hana í gang og ók af stað. Samkvæmt varðstjóranum á Borgarnesi, Ómari Jónssyni þá keyrði hún alla leið til Keflavíkur með viðkomu í Hvalfjarðargöngunum. Vegfarandi í Keflavík tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. Að lokum keyrði út í kant og þá á hún að hafa vaknað. Lögreglan rannsakar málið og hefur ekki útilokað neitt. Að sögn Júlíusar þá er ekki vitað af hverju fólk gengur í svefni. Hann segir að það sem sé vitað er að orsökin er truflun á djúpum svefni fyrripart nætur. Ekki er hægt að ganga í svefni í miðjum draumsvefni. „Þetta gerist gjarnan hjá börnum og unglingum en síðan eldist þetta yfirleitt af fólki," segir Júlíus. Hann segir tilvik þar sem fólk ekur í svefni afar sjaldgæf. „Hvað varðar tilvik af þessu tagi þá er þetta afskaplega sjaldgæft og ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður," segir Júlíus sem telur mörgum spurningum ósvarað. Hann segir að það sé afar fátítt að svefngenglar slasi sig í svefngöngum. Þeir vakna nær alltaf þegar ógn steðjar að þeim. Hann bendir á að skilningarvitin virka í svefngöngunum og því er fólk með hálfa rænu. Sjálfur telur Júlíus að stúlkan hefði átt að vakna þegar hún byrjaði að aka. Ástæðan er einfaldlega sú að hún hefur ekki ekið áður og því myndi hún túlka aðstæðurnar sem hættulegar. Það hefði verið mögulegt að hún keyrði örstuttan spöl að hans mati en hún hefði þurft að vera vanur ökumaður til þess að vakna ekki á leiðinni til Keflavíkur. Spurður hversu lengi svefngöngur endast - en ljóst er að stúlkan ók í nokkrar klukkustundir - segir Júlíus að þær vari yfirleitt stutt. „Oftast ganga menn í svefni heima hjá sér. Sumir kíkja aðeins út á götu og enn færri ganga út götuna," segir Júlíus og bætir við: „En ég veit ekki með svona langar svefngöngur. Yfirleitt eru þetta mínútur. Þetta væri þá einsdæmi." Hann segist sjaldan hafa fengið tilfelli upp á Landspítala vegna svefngangna þegar hann starfaði þar. Þær eru almennt vitameinlausar og því leitar fólk sér sjaldnast hjálpar vegna þeirra. Spurður hvort hann hafi séð annað eins eða heyrt af sambærilegu tilfelli þau fimmtán ár sem hann starfaði á Landspítalanum svara Júlíus einfaldlega nei.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira