Borga 3,2 milljarða vegna samskipta við Icesave innistæðueigendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2009 15:55 Steingrímur J. Sigfússon er fjármálaráðherra. Mynd/ Vilhelm. Kostnaður Íslendinga vegna samskipta breskra og hollenskra yfirvalda við Icesave innistæðueigendur nemur rétt rúmum 3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í athugasemd sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér vegna þeirra staðhæfinga Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns að íslenska ríkið hafi með uppgjörssamningi á milli íslenska- og breska innstæðutryggingasjóðsins ábyrgst tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta við að ná fram ríkisábyrgð Íslendinga. „Hið rétta er að íslensk stjórnvöld féllust sl. haust á það að þeim bæri að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi hluta af innstæðum þeirra í Landsbanka Íslands(LÍ) í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Hluti af skuldbindingum innstæðutryggingasjóða samkvæmt reglugerðinni er að sjá um útborganir og samskipti við innstæðueigendur. Innstæðutryggingasjóðir Bretlands og Hollands sáu um þetta verkefni hvað varðar innstæðueigendur hjá LÍ í þessum löndum. Íslenski og breski innsstæðutryggingasjóðirnir gerðu með sér samkomulag um að deila með sér þeim kostnaði sem hlytist af uppgjöri þess fyrrnefnda við sparifjáreigendur í útibúum Landsbankans í Bretlandi. Íslenski innstæðutryggingasjóðurinn fellst með samningnum á að greiða kostnað upp að 10.000.000 breskum pundum. Sambærilegt samkomulag var gert við hollenska innstæðutryggingasjóðinn vegna kostnaðar að fjárhæð 7.000.000 evrur," segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að verkefni erlendu sjóðanna hafi falist í að hafa samskipti við alla innstæðueigendur í löndunum, um 350 þúsund að tölu, upplýsa þá um stöðu mála, reikna út og ákveða greiðslur til hvers og eins og eftir atvikum að semja um þær. Kostnaði innstæðutryggingasjóðsins af þessu verði lýst í þrotabú Landsbanka Ísland sem forgangskröfu eins og gert verður með innstæðurnar. Verði fallist á hana mun að því að áætlað er um 75% fjárhæðarinnar greiðast úr þrotabúi LÍ. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Kostnaður Íslendinga vegna samskipta breskra og hollenskra yfirvalda við Icesave innistæðueigendur nemur rétt rúmum 3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í athugasemd sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér vegna þeirra staðhæfinga Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns að íslenska ríkið hafi með uppgjörssamningi á milli íslenska- og breska innstæðutryggingasjóðsins ábyrgst tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta við að ná fram ríkisábyrgð Íslendinga. „Hið rétta er að íslensk stjórnvöld féllust sl. haust á það að þeim bæri að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi hluta af innstæðum þeirra í Landsbanka Íslands(LÍ) í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Hluti af skuldbindingum innstæðutryggingasjóða samkvæmt reglugerðinni er að sjá um útborganir og samskipti við innstæðueigendur. Innstæðutryggingasjóðir Bretlands og Hollands sáu um þetta verkefni hvað varðar innstæðueigendur hjá LÍ í þessum löndum. Íslenski og breski innsstæðutryggingasjóðirnir gerðu með sér samkomulag um að deila með sér þeim kostnaði sem hlytist af uppgjöri þess fyrrnefnda við sparifjáreigendur í útibúum Landsbankans í Bretlandi. Íslenski innstæðutryggingasjóðurinn fellst með samningnum á að greiða kostnað upp að 10.000.000 breskum pundum. Sambærilegt samkomulag var gert við hollenska innstæðutryggingasjóðinn vegna kostnaðar að fjárhæð 7.000.000 evrur," segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að verkefni erlendu sjóðanna hafi falist í að hafa samskipti við alla innstæðueigendur í löndunum, um 350 þúsund að tölu, upplýsa þá um stöðu mála, reikna út og ákveða greiðslur til hvers og eins og eftir atvikum að semja um þær. Kostnaði innstæðutryggingasjóðsins af þessu verði lýst í þrotabú Landsbanka Ísland sem forgangskröfu eins og gert verður með innstæðurnar. Verði fallist á hana mun að því að áætlað er um 75% fjárhæðarinnar greiðast úr þrotabúi LÍ.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira