Innlent

Karl Wernersson: Frétt Stöðvar tvö fjarstæða

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Karl Wernersson vísar fréttaflutningi í kvöldfréttatíma Stöðvar tvö alfarið á bug.
Karl Wernersson vísar fréttaflutningi í kvöldfréttatíma Stöðvar tvö alfarið á bug. Mynd/GVA
Karl Wernersson hafði samband við fréttastofu í kjölfar kvöldfrétta Stöðvar tvö og sagði algjöra fjarstæðu sem þar kom fram, að hann hafi millifært fé í erlend skattaskjól.

„Ég held ég hafi aldrei nokkurtíman átt eina krónu inni á bankareikningi hjá Straumi, hvað þá heldur millifært eitt né annað þaðan. Þetta er hörmuleg blaðamennska."

Hann segir aðspurður ekki eitt einasta sannleikskorn í fréttinni og megi furðu sæta.


Tengdar fréttir

Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun

Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×