Innlent

Fíkniefnaeftirlit þegar aukið í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur þegar aukið fíkniefnaeftirlit með gestum, sem eru að koma til eyjanna. Þetta er gert vegna þeirrar reynslu undanfarinna ára að fíkniefnasalar hafa reynt að koma sér til Eyja í tæka tíð, áður en aðalstraumurinn hefst og eftirlit nær hámarki. Ekkert misjafnt hefur enn fundist. Samkvæmt bókunum í flug og með Herjólfi stefnir allt í metaðsókn að hátíðinni í ár, sem talið er að megi rekja til þess að nú eru mun færri unglingar í útlöndum en áður, vegna kreppunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×