Innlent

Iðnaðarráðherra varð ekkert vör við mótmælendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir varð ekki vör við mótmælendurna. Mynd/ Valgarður
Katrín Júlíusdóttir varð ekki vör við mótmælendurna. Mynd/ Valgarður

„Ég varð ekkert vör við þetta sjálf en ég fékk þær upplýsingar frá húsvörslunni að þeir hefðu eitthvað átt við lásinn á hurðinni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Um liðna nótt lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem þau segja að hafi gerst meðsek um stórfelld náttúruspjöll.

Katrín segist hafa verið upptekin á ríkisstjórnarfundi og því ekki geta kynnt sér skilaboð hópsins. Hún hafi ekki fengið skriflegt erindi frá hópnum og hafi ekki sett sig í samband við hann. „En ég fagna því ef þau senda mér formlegt erindi," segir Katrín og tekur fram að hún skoði allar málefnalegar athugasemdir sem henni kunni að berast.

Þau fyrirtæki og stofnanir sem Saving Iceland lokaði voru umhverfisráðuneytið, Ístak, Jarðboranir, HRV Hönnun, auk þess sem skrifstofuskúr á einu af byggingarsvæðum ÍAV í Reykjavík var lokað.








Tengdar fréttir

Saving Iceland lokar ráðuneytum

Aðfaranótt þriðjudags lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×