Innlent

Óþarft og erfitt að breyta lögum um eignafrystingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Níelsson segir óþarfa að breyta lögum um eignafrystingu. Mynd/ GVA.
Brynjar Níelsson segir óþarfa að breyta lögum um eignafrystingu. Mynd/ GVA.
Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segir það algjöran óþarfa að breyta lögum um frystingu eigna. Slíkt yrði jafnframt mjög erfitt því alls kyns túlkanir tengdar slíkum lagabreytingum gætu orðið mjög erfiðar. Töluverðar umræður hafa verið um frystingu eigna vegna gruns um að menn sem voru fyrirferðamiklir í íslensku viðskiptalífi hafi flutt fjármagn frá Íslandi skömmu fyrir bankahrun.

Brynjar segir að ef eitthvað saknæmt sé fyrir hendi eða grunur um eitthvað saknæmt sé alltaf heimild til staðar til að frysta eignir. Og ef þrotabú eigi kröfu í einhverjar eignir þá séu slíkar eignir bara sóttar, óháð því hvar þær séu í heiminum. „Og þá skiptir engu máli hvort þessir peningar eru geymdir í Noregi eða ekki. Þeir eru bara sóttir," segir Brynjar, sem segist margoft hafa sem skiptastjóri sótt eignir til Noregs og annarra landa og sett þær inn i íslensk þrotabú. „Það er ekkert nýtt," segir Brynjar.

Brynjar segist hafa miklar efasemdir um að hægt sé að víkka út heimildir til frystingu eigna með því að kveða á um slíkar aðgerðir hjá auðmönnum og tengdum aðilum. „Hvað er auðmaður og hverjir eru tengdir aðilar. Ég ætla ekki að fara að taka þátt í því að skilgreina hver er auðmaður og hver ekki," segir Brynjar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×